þriðjudagur, 11. mars 2008

Linkar og skoðanakönnun

Eins og þið sjáið er ég búin að setja inn nokkra linka fyrir einhver lönd. Endilega sendið mér fleiri linka að síðum ef þið finnið. Næsta skref er að búa til töflu þar sem við getum fengið smá yfirlit yfir mögulegar ferðir svo við getum ákveðið hvert eigi að fara.
Með skoðanakönnunina; þið megið merkja við eins mörg atriði og þið viljið.

Helga

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Smátt og smátt koma tenglar

Ég er að vinna í því að koma tenglum inn á síðuna fyrir þau lönd sem hafa verið nefnd sem möguleg lönd til að fara til. Og þá er ég ekkert að hugsa um kostar að fara þangað eða hvort það sé yfir höfuð eitthvað flogið þangað rétt frá okkur. Það kemur bara seinna.
Mér líst vel á hugmynd Möggu Lukku að hafa tímamörk á hvenær við verðum búnar að ákveða til hvaða lands við förum.
Hvað segið þið annars?

Helga

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Ný bloggsíða - ný húsmæðraferð

Já, ég ákvað að búa til nýja bloggsíðu fyrir næstu húsmæðraferð. Ég ætla ALDREI aftur að blogga á blog.central.is! Vá, hvað það er leiðinlegt umhverfi.

Nóg um það.

Hvað segið þið um aðra húsmæðraferð? Eigum við að fara? Hvert? Hvernig? Hvenær? Fljúgandi eða keyrandi?

Endilega skrifið í kommentin - og ef þið eruð með blogger, eða gmail netfang getið þið fengið aðgang að síðunni þannig að þið getið líka bloggað.

Helga